Þau sem gefa að minnsta kosti 10.000 krónur til Vatnaskógar á einu almannaksári eiga rétt á skattfrádrætti, þar sem að Skógarmenn eru á almannaheillaskrá Skattsins. Um er að ræða nýja skattalöggjöf sem er ætlað að styrkja við almannaheillafélög á Íslandi. Það getur þannig verið ódýrara að gefa 10 daga heldur en 7 daga! Hámarksfrádráttur er 350.000 krónur á ári.

Fyrirtæki eiga einnig rétt á skattfrádrætti vegna gjafa til almannaheillafélaga. Frádrátturinn getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem að gjöfin er veitt.