Einkennistákn Vatnaskógar

Fyrir hverju erum við að safna?

Forsíða2023-12-18T15:16:18+00:00

Vatnaskógur er 100 ára!

Við ætlum að safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í sögu staðarins.

Söfnunin er komin á 28. júní 2036 – markinu náð!

9. mars 1959  – Barbie-dúkkan var frumsýnd í fyrsta sinn.

Stikan er uppfærð handvirkt

Í ár verður Vatnaskógur 100 ára.

Í tilefni þess stefna Skógarmenn að því að safna 1.000 krónum fyrir hvern dag í 100 ára sögu staðarins fyrir lok afmælisársins 2023. Skógarmenn eru félagið sem af hugsjónum rekur Vatnaskóg fyrir æsku landsins. Starfið nýtur virðingar og vinsælda og er ekki hagnaðardrifið.
Vatnaskógur er sannkallað ævintýraland sem býður börnum og unglingum tækfæri til að rækta allt í senn líkama, sál og anda. Markmiðið er að börn finni að þau skipti máli og geti ræktað hæfileika sína á skemmtilegan hátt, um leið og þau efla trúarvitund og félagsþroska í fallegri náttúru.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar í sumarbúðum á námskeiði

Hundruð sjálfboðaliða

Hundruð sjálfboðaliða leggja starfinu í Vatnaskógi lið árlega og þannig margfaldast hver króna sem rennur til starfsins. Þessi síða var til dæmis gerð af sjálfboðaliðum! Í 100 ár hafa Skógarmenn stöðuglega leitast við að auka gæði starfsins. Við köllum nú eftir stuðningi frá þér eða þínu fyrirtæki til að gera gott starf enn betra. Við og komandi kynslóðir viljum bæta starf Vatnaskógar næstu 100 árin, byggja upp og miðla boðskap sem eflir einstaklinga og veitir tilgang. Til þess treystum við áfram á góðmennsku fólks og sjálfboðavinnu. Þannig förum við áfram að markinu.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar í sumarbúðum á námskeiði
Yfirlýsing frá KFUM og KFUK

Sunnudagur 29. október 2023|

Í nýútkominni bók Guðmundar Magnússonar um ævi sr. Friðriks, stofnanda KFUM og KFUK, kemur fram vitnisburður manns um að sr. Friðrik hafi leitað [...]

Hver gjöf verður tvöfölduð!

Þriðjudagur 10. október 2023|

Frábærar fréttir bárust Skógarmönnum nýlega. Tveir velunnarar staðarins hétu því að jafna hverja einustu krónu sem væri gefin í söfnunina næsta mánuðinn, allt [...]

Fyrir hverju er safnað?

Markmið Skógarmanna er að safna fyrir stærri verkefnum í Vatnaskógi. Við skiptum söfnuninni á milli fjögurra flokka. Ýtið á hnappana hér að neðan fyrir frekari upplýsingar.

Nýr matskáli

Stínusjóður

100 ára afmælið
og kvikmynd

Gamli skáli og
viðhald staðarins

Greiðslumöguleikar

Styrktu Vatnaskóg! Hægt er að styrkja okkur inni á greiðslusíðunni okkar eða í gegnum Aur á @Vatnaskogur. Þá er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikninginn: kt. 521182-0169, reikningsnr. 117-26-010616.

Þú ræður hve marga daga í sögu Vatnaskógar þú gefur.

Okkar styrktaraðilar

Ágúst Ármann ehf

AMS ehf

Sundaborg 5, 104 Reykjavík

GGH ehf

Þú getur fengið nafnið á þínu fyrirtæki hingað ef það gefur að minnsta kosti 1 krónu fyrir hvern dag í sögu Vatnaskógar!

Hafa samband

Ertu með einhverjar spurningar eða vilt hjálpa? Hefurðu hugmyndir að samstarfi eða vill fyrirtækið þitt styrkja okkur? Endilega hafðu samband á sofnun@vatnaskogur.is

Go to Top