Vatnaskógur væri ekkert án fólksins sem hefur stutt staðinn í gegnum tíðina. Þau sem hafa gefið tíma sinn, vinnu og peninga til staðarins hafa öll átt þátt í því að byggja staðinn upp í 100 ár.

Skógarmenn vilja sýna landsmönnum þakklæti sitt með gerð merkis Skógarmanna sem verður sett upp í nýja matskálanum sem nú er verið að byggja. Merkið mun samanstanda af nöfnum allra þeirra sem gefa að minnsta kosti einn flokk í sögu Vatnaskógar, 5 daga eða fleiri, og sömuleiðis fyrirtækja sem gefa 100 daga í sögu Vatnaskógar eða fleiri.

Hér að ofan er dæmi um hvernig merkið gæti litið út en athugið að þetta er ekki lokahönnun og gæti hún breyst verulega áður en hún verður sett upp. Ef að þið viljið að nafnið sem fer á merkið sé annað en nafn greiðanda eða viljið ekki að ykkar nafn komi fram á merkinu er hægt að skrifa það í athugasemdum þegar dagarnir eru keyptir. Einnig er hægt að hafa samband við okkur á netfanginu sofnun@vatnaskogur.is.

Áfram að markinu!