Frábærar fréttir bárust Skógarmönnum nýlega. Tveir velunnarar staðarins hétu því að jafna hverja einustu krónu sem væri gefin í söfnunina næsta mánuðinn, allt að 5 milljónir króna!

Það þýðir að ef að þú, fyrirtæki eða félag gefur einn dag (1.000 kr.) tvöfaldast gjöfin – tveir dagar renna í söfnunina!

Þetta má lesa um í frétt Vísis um málið sem má finna hér: https://www.visir.is/g/20232472051d/vatnaskogastrakum-barst-ovaentur-risa-styrkur

Eftir þessar fréttir hefur vel yfir hálf milljón króna verið gefin, sem að þýðir að rúmlega milljón hafi bæst við, nærrum því þrjú ár! Skógarmenn eru virkilega þakklátir fyrir gjöfina og þann stuðning sem borist hefur í kjölfar hennar.

Áfram að markinu!